Wow air hefur beðið ísraelsk flugmálayfirvöld um lendingarleyfi fyrir sex vikuleg flug milli Íslands og Ben Gurion flugvallar, eina alþjóðlega flugvallarins í landinu sem er við borgina Tel Aviv.

Samkvæmt frétt globes um málið vonast flugfélagið ekki eingöngu eftir að ýta undir ferðamennsku milli Íslands og Ísarel heldur að ná að grípa hluta af þeim ferðamönnum sem ferðast á milli Bandaríkjanna og Ísrael og hvetja þá til að gera viðdvöl á Íslandi.

Segir í fréttinni að farþegar sem ferðist frá Tel Aviv til Íslands geti svo valið um að ferðast um Ísland eða fara áfram til níu áfangastaða í Kanada og Bandaríkjunum, Montreal, Toronto, Boston, New York, Washington D.C., Pittsburgh, Miami, Los Angeles og San Fransisco.