*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 5. júlí 2018 11:18

WOW flýgur til Mílanó allt árið

Flugtíminn mun einnig breytast en frá og með 30. október verður flogið frá Keflavíkurflugvelli klukkan sjö um morguninn.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

WOW air býður nú upp á flug til Mílanó allan ársins hring. Þá er flugtíminn einnig betri en frá og með 30. október verður flogið frá Keflavíkurflugvelli klukkan sjö um morguninn og lent í Mílanó klukkan hálf eitt að staðartíma. Flogið verður þrisvar í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum í Airbus A320 vélum. Með þessum breytingum næst betur að tengja við Norður-Ameríku flug WOW air og anna þannig aukinni eftirspurn. Þá nýtist dagurinn þar ytra betur en hingað til hefur verið lent í Mílanó seint að kvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW air. 

Mílanó er einn af rótgrónustu áfangastöðum WOW air en flugfélagið hefur flogið þangað yfir sumartímann frá árinu 2013 en þetta er í fyrsta sinn sem WOW air býður upp á flug þangað yfir vetrartímann. 

Stikkorð: Mílanó WOW air
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim