*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 5. október 2017 08:56

Wow flytur í nýtt húsnæði

Eftir áramót mun Wow Air flytja höfuðstöðvar sínar í nýjan turn á Höfðatorgsreitnum.

Ritstjórn
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Wow air, flugfélag Skúla Mogensen, flytur eftir áramót höfuðstöðvar sínar í nýjan turn á Höfðatorgsreitnum. Félagið mun hreiðra þar um sig á tveimur hæðum og verður starfsemin þá á þremur hæðum í tveimur turnum við Höfðatorg.

Hluti starfseminnar er nú þegar á sjöundu hæð turnsins við Höfðatorg. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow air, segir félagið hins vegar áfram stefna að því að flytja í nýjar höfuðstöðvar við Vesturvör á Kársnesinu í Kópavogi.

Framkvæmdir eru hins vegar ekki hafnar við nýjar höfuðstöðvar. Auk höfuðstöðvanna hyggst félagið reisa hótel á svipuðum slóðum, eins og fram hefur komið í fréttum. Starfsemi Wow er nú í þremur húsum.

Auk hæðarinnar á Höfðatorgi er félagið í fjólubláa húsinu við Katrínartún og á tveimur hæðum, í húsi við Bríetartún. Svanhvít segir það hafa verið ljóst alveg frá hruni að fjólubláa húsið yrði rifið og nýtt hús byggt í stað þess.

Sömu sögu er að segja af húsinu við Bríetartún. Nú hyllir undir niðurrif húsanna og þarf félagið því á nýju húsnæði að halda þangað til hægt verður að flytja í nýjar höfuðstöðvar. Það verður þó að sögn Svanhvítar ekki í náinni framtíð.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta gerst áskrifendur hér.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim