Hörð samkeppni við Wow setti vafalaust strik í rekstrarreikning Icelandair á síðasta ári, en Wow kom á markaðinn með látum og bauð lægri fargjöldum en hér höfðu áður sést. Þetta er hins vegar ekki fyrsta rekstraráið sem Icelandair og Wow etja kapp saman og aðspurður segir Bogi Nils reikna með að Wow muni skipta meira máli á nýju ári en því liðna.

„Wow er stór og mikilvægur samkeppnisaðili sem við berum mikla virðingu fyrir, en breytingar hjá Wow á síðasta ári höfðu ekki teljandi áhrif á okkar rekstur. Hins vegar hefur Wow dregið töluvert úr framboði að undanförnu og því kunna breytingarnar sem nú eru í bígerð hjá Wow hafa meiri áhrif á okkur rekstur,“ segir Bogi.

En það er ekki bara samkeppnin innanlands sem hefur verið hörð. Þrátt fyrir að vera nær alsráðandi í flugsamgöngum innanlands var mikið tap á rekstri Air Iceland Connect.

„Rekstur Air Iceland Connect var algjörlega óásættanlegur og fyrir vikið höfum við tekið hann til algjörrar endurskoðunar. Niðurstaða síðasta árs, sér í lagi á síðari hluta ársins, segir okkur að innanlandsflugið er ekki sjálfbært og við það verður ekki unað. Nú þegar hefur ákvörðun verið tekin um að draga úr framboði, en við munum grípa til margþættra aðgerða og ekki linna látum fyrr en innanlandsflugið er orðið sjálfbært á ný,“ segir Bogi að endingu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .