Hópur flugliða hjá Wow air hefur verið sendur í launalaust leyfi í vetur, sem að sögn félagsins er gert til að bregðast við árstíðabundnum sveiflum og til að forðast hópuppsagnir að því er Vísir greinir frá.

„WOW air er ekki undanskilið öðrum fyrirtækjum sem glíma við árstíðabundin rekstur að reyna eftir fremsta megni að hagræða þegar minna er að gera,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi Wow air sem segir aðgerðina einungis ná til flugliða með tímabundna ráðningu.

„Rétt eins og hjá all flestum evrópskum flugfélögum þá er meira flug yfir sumarið hjá WOW air en um vetur. WOW air hefur brugðist við þessum árstíðabundnu sveiflum með því að skipta vinnu á milli flugliða yfir veturinn frekar en að segja upp stórum hóp flugliða.“