*

mánudagur, 18. febrúar 2019
Innlent 14. september 2018 15:27

WOW útboðinu lýkur á þriðjudaginn

Samkvæmt tilkynningu frá WOW air mun skuldabréfaútboði félagsins ljúka næstkomandi þriðjudag klukkan 14:00 að íslenskum tíma.

Ritstjórn
Skúli Mogensen, forstjóri Wow.
Haraldur Guðjónsson

Samkvæmt tilkynningu frá WOW Air mun skuldabréfaútboði flugfélagsins ljúka næstkomandi þriðjudag, þann 18. september, klukkan 14:00 að íslenskum tíma.

Nú þegar er sagt liggja fyrir að útgáfan verði að lágmarki 50 milljónir evra, um 5,5 milljarðar króna. Þá er sagt að ekki verði veitt viðtöl að svo stöddu, en tilkynning verði send út í lok dags á þriðjudaginn.

Skuldabréfin verða gefin út til þriggja ára og munu bera 9% vaxtaálag ofan á EURIBOR millibankavexti í evrum.

Stikkorð: WOW Air WOW skúli mogensen