*

fimmtudagur, 17. janúar 2019
Erlent 24. apríl 2018 19:12

Yahoo fær milljarðasekt

Yahoo var sektað um 3,5 milljarða fyrir að tilkynna ekki um að gögnum um 500 milljónum notendur hafi verið stolið.

Ritstjórn
Marissa Mayer var forstjóri Yahoo þegar árásin var gerð en lét af störfum þegar Verizon keypti Yahoo í byrjun síðasta árs.
epa

Netrisinn Yahoo hefur verið sektað um 35 milljónir dollara, um 3,5 milljarða króna fyrir, að tilkynna ekki um að tölvuþrjótar, sem síðar kom í ljós voru tengdir rússneskum stjórnvöldum, hafi brotist hafi verið inn í tölvukerfi fyrirtækisins árið 2014. Business Insider greinir frá.

Þrátt fyrir að hafa vitað af tölvuárásinni kom ekki til skoðunar meðal stjórnenda Yahoo hvort tilkynna ætti fjárfestum frá árásinni að sögn bandarísku verðbréfaeftirlitsstofnunarinnar SEC.

Tölvuþrjótarnir komust yfir gögn um notendanöfn, tölvupósta og aðrar upplýsingar um yfir 500 milljón notendur Yahoo. 

Yahoo viðurkenndi svo síðasta haust að komist hafi verið yfir upplýsingum um alla þrjá milljarða notendur Yahoo í annarri netárás árið 2013.