Netrisinn Yahoo hefur verið sektað um 35 milljónir dollara, um 3,5 milljarða króna fyrir, að tilkynna ekki um að tölvuþrjótar, sem síðar kom í ljós voru tengdir rússneskum stjórnvöldum, hafi brotist hafi verið inn í tölvukerfi fyrirtækisins árið 2014. Business Insider greinir frá.

Þrátt fyrir að hafa vitað af tölvuárásinni kom ekki til skoðunar meðal stjórnenda Yahoo hvort tilkynna ætti fjárfestum frá árásinni að sögn bandarísku verðbréfaeftirlitsstofnunarinnar SEC .

Tölvuþrjótarnir komust yfir gögn um notendanöfn, tölvupósta og aðrar upplýsingar um yfir 500 milljón notendur Yahoo.

Yahoo viðurkenndi svo síðasta haust að komist hafi verið yfir upplýsingum um alla þrjá milljarða notendur Yahoo í annarri netárás árið 2013.