Japanska jenið hefur styrkst um 14% á árinu gagnvart Bandaríkjadollar, sem er mesta hækkun meðal helstu gjaldmiðla heims. Hækkunin hefur hamlað aðgerðum japönsku ríkisstjórnarinnar til að koma hagvexti af stað aftur í landinu og draga úr verðhjöðnun.

Á föstudag verður peningastefnuákvörðunardagur hjá seðlabanka Japans, og er búist við að ákveðið verður að lækka stýrivexti enn frekar til að styðja við aðgerðir ríkisstjórnarinnar.

Forsætisráðherra landsins, Shinzo Abe sagði á miðvikudag að í næstu viku verða birtar áætlanir um hvernig örva eigi efnahag landsins, og kosta aðgerðirnar 28 þúsund milljarða yena, eða sem nemur 268 milljörðum evra, sem er mun meira en búist var við.

Hreyfing helstu vísitalna í Asíu og nágrenni í nótt:

  • Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um 1,43%.
  • Kospi vísitalan í Suður Kóreu lækkaði um 0,20%
  • Taiwan Weighted vísitalan hækkaði hins vegar um 0,15%
  • Hangs Seng vísitalan í Hong Kong lækkaði svo um 0,20%
  • Down Jones Shanghai vísitalan hækkar eilítið eða um 0,06%
  • IDX Composite í Indónesíu hækkaði um 0,47%
  • Nifty 50 vísitalan á Indlandi hækkaði um 0,59%