Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,68% í viðskiptum dagsins og hækkaði heildarvísitalan um 0,82%. Heildarvelta í Kauphöllinni nam 8,4 milljörðum króna. Þar af námu viðskipti með hlutabréf rúmlega 5 milljörðum og viðskipti með skuldabréf 3,4 milljörðum. Engin viðskipti voru á First North.

Mest hækkaði gengi bréfa HB Granda í dag, eða um 2,6% í 572,5 milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa í Origo hækkaði um 2,46% í 220,7 milljóna króna viðskiptum. Þá hækkaði gengi bréfa Haga um 2,45% í 460,6 milljóna króna viðskiptum. Mest lækkun varð á gengi bréfa Regins, eða 0,57% í tæplega 83 milljóna króna viðskiptum. Mest velta var með bréf Icelandair Group, eða 1,3 milljarðar króna, en gengi bréfa félagsins hækkaði um 0,95%.

Virði Kauphallarsjóðs Landsbréfa jókst um 2,72% í dag.

Aðalvísitala skuldabréfa lækkaði um 0,28% í viðskiptum dagsins. Óverðtryggð bréf hækkuðu um 0,08% en verðtryggð bréf um 0,34%.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA Capital Management hækkaði um 0,02% í dag. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,74% en skuldabréfavísitalan lækkaði um 0,32%.