*

föstudagur, 24. maí 2019
Innlent 3. desember 2018 13:42

Yfir milljarður í Kínasendingar

Tæplega 900 milljóna hagnaður af dreifingu bréfa sem Íslandspóstur hefur einkarétt á en 1,5 milljarða tap af öðru.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Íslandspóstur hagnaðist umtalsvert á dreifingu bréfa sem ríkisfyrirtækið hefur einkarétt á að dreifa árin 2016 og 2017 að því er Fréttablaðið segir frá, eða um 868 milljónir króna. Á sama tíma tapaði félagið tæplega 1,5 milljarði króna á samkeppnisrekstri innan starfseminnar, þar af 1,1 milljarði af sendingum frá Kína.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um fær fyrirtækið ekki greiddan fullan kostnað af sendingunum vegna alþjóðlegra samninga sem skilgreina Kína sem þróunarland sem þróunarríkin eiga að niðurgreiða póstsendingar frá. Afkoma Íslandspósts var þó jákvæð árið 2015 um 13 milljónir, svo ljóst er að töluverð breytingin varð árin eftir.

Tapið á ákveðnum samkeppnisrekstrarliðum póstsins hefur verið viðvarandni síðustu ár, en í opinberum gögnum um fyrirtækið hefur verið útmáð hve mikið tapið er. Svaraði Íslandspóstur ekki fyrirspurn um tapið síðustu fimm ára, og þarf félagið ekki samþykki Pósts- og fjarskiptastofnunnar til þess.

Blaðið gerir hins vegar ráð fyrir því að sundurliðun á afkomu hvers liðar frá árinu 2014 sem kom fram eftir fyrirspurn Willums Þór Þórssonar standi enn. Þannig megi gera ráð fyrir að hagnaðurinn af einkaréttinum hafi aukist á um annað hundrað milljónir að minnsta kosti meðan tapið af samkeppni innan alþjónustunnar hafi dregist saman um að minnsta kosti 400 milljónir.

Jafnframt er það sagt liggja fyrir að Íslandspóstur hafi nýtt fjármuni úr einkaréttarrekstrinum til að mæta tapi á samkeppnisrekstrinum. Lögum samkvæmt er óheimilt að niðurgreiða tap af samkeppnisrekstri innan alþjónustunnar með einkaréttartekjum.

Hér má lesa fleiri fréttir um málefni Íslandspósts:

Hér má lesa pistla um málefni Íslandspósts:

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim