Samut Prakan, 27 ára gamall starfsmaður í varahlutaverksmiðju í Tælandi á yfir höfði sér 32 ára fangelsisvist fyrir að hafa ýtt á „Like“ og deilt mynd á Facebook.

Myndin sem hann ýtti á Like við var mynd af konungi Tælands en talsmaður tælenska hersins sem handtók mannin segir myndina hafa verið niðrandi fyrir konunginn.

Myndin sjálf var af konungnum en til hliðar voru upplýsingar um Raja bhakti þjóðgarðinn, en nýlega hefur spillingarmál umlukið málefni þjóðgarðarins, en fjármögnun hans er talin vera vafasöm.

Maðurinn er ákærður fyrir tölvuglæpi, brot gegn valdstjórninni og meinyrði. Ef hann verður fundinn sekur þá á hann yfir höfði sér allt að 32 ára fangelsi samkvæmt talsmanni hersins, en hann hefur játað brotið.

Samkvæmt tælenskum lögum þá getur hver er móðgar konung eða drottningu landsins átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsis fyrir hvert brot.