*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 15. júní 2018 11:12

Yfir útboðsgengi í fyrstu viðskiptum

Töluvert meiri velta er með bréf Arion Banka í kauphöllinni í Svíþjóð en á Íslandi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hlutabréf Arion banka voru tekin til viðskipta í íslensku og sænsku kauphöllinni klukkan 9:30 nú í morgun þegar Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka opnaði formlega fyrir viðskipti. Frá því að viðskipti hófust með bréfin hafa þau hækkað um 20% frá útboðsgengi í rúmlega 32 milljóna viðskiptum. Stendur gengi bréfanna þegar þetta er skrifað  í 90 krónum á hlut. Útboðsgengi bréfanna nam 75 krónum á hlut

Í kauphöllinni í Svíþjóð hefur velta með bréf bankans verið töluvert meiri eða sem nemur um 111 milljónum sænskra króna þegar þetta er skrifað. Þar stendur gengi bréfanna nú í 6,77 sænskum krónum á hlut en útboðsgengið í Svíþjóð var 6,11 sænskar krónur á hlut. Bréf bankans í Svíþjóð hafa því hækkað um 10,8% það sem af er degi.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim