Þegar litið er til áhorfs sjónvarpsstöðva samkvæmt mælingum Gallup eru yfirburðir Ríkisútvarpsins augljósir. Það hefur tæplega 60% áhorf, þegar litið er til allra áhorfenda.

Sem fyrr nær það mun betur til eldri kynslóðanna, en hlutur frjálsu stöðvanna er talsvert meiri þegar litið er til áhorfenda undir fimmtugu, en það er hinn ákjósanlegi neysluhópur, sem auglýsendur vilja öðrum fremur ná til. Samt sem áður er Ríkisútvarpið þar með meira en helming áhorfsins. Það er því varla að undra að frjálsu stöðvarnar hafi áhyggjur af samkeppnisstöðunni.