*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 18. september 2015 07:35

Yfirdráttarlán fara lækkandi

Staða yfirdráttarlána heimila hefur ekki verið lægri í júlí frá árinu 2009.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Yfirdráttarlán heimila fara lækkandi og hafði staða þeirra í júlí ekki verið lægri í mánuðinum frá árinu 2009. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu.

Þar kemur fram að alls hafi yfirdráttarlán í júlí síðastliðnum numið 81,2 milljörðum króna. Til samanburðar námu þau að meðaltali 100,7 milljörðum króna í janúar og júlí árin 2005 til 2015.

Samhliða þessari þróun hafa innlán heimila aukist. Samanlögð verðtryggð og óverðtryggð innlán heimila voru þannig tæpir 640 milljarðar í júlí sl., eða um 31 milljarði meiri en í júlí 2014. Af því voru óverðtryggð innlán 425 milljarðar króna og verðtryggð innlán 215 milljarðar.