*

þriðjudagur, 24. október 2017
Erlent 19. maí 2017 11:42

Yfirgefa Indlandsmarkað

General Motors ætla að hætta framleiðslu á bílum fyrir Indlandsmarkað.

Ritstjórn

General Motors hefur sent frá sér tilkynningu um að fyrirtækið hyggist hætta framleiðslu á bílum fyrir Indlandsmarkað á þessu ári.

Verksmiðju fyrirtækisins í Maharastra verður þó ekki lokað, heldur verða bílarnir einungis framleiddir fyrir Mið- og Suður-Ameríku.

Félagið er nú að einbeita sér að því að endurskipuleggja reksturinn á öllum sviðum og gerir ráð fyrir því miklum sparnaði.

Fyrirtækið gerir ráð fyrir því að spara a.m.k. 100 milljónir dollar á þessum aðgerðum.

Óhætt er að segja að tilkynningin hafi þó komið mörgum á óvart, enda er verið að spá því að Indland verði þriðji stærsti bílamarkaður heimsins árið 2020.

Stikkorð: Bílar GM Indland