Júlía hefur hitt ekki hitt Angelu Merkel í eigin persónu en hér er hún að fara að hitta Hillary Clinton fyrir um einu og hálfu og ári. Hún vonast til að hitta Merkel einn daginn.
Júlía hefur hitt ekki hitt Angelu Merkel í eigin persónu en hér er hún að fara að hitta Hillary Clinton fyrir um einu og hálfu og ári. Hún vonast til að hitta Merkel einn daginn.

„Kanslari Þýskalands" hlýtur að vera eitt svalasta starfsheiti sem nokkur getur hugsað sér. Angela Merkel er í mínum huga mjög töff þjóðarleiðtogi og það kemur sjálfri mér á óvart að hún endi sem uppáhaldsþjóðarleiðtoginn minn þegar ég hugsa þetta því hingað til hef ég yfirleitt metið þjóðarleiðtoga út frá karlmannlegum kynþokka," segir Júlía Margrét Alexandersdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu.

Karen D. Kjartansdóttir
Karen D. Kjartansdóttir

„Ég ætla að vera svolítið kosmó og byrja á að nefnan útlendan þjóðarleiðtoga. Fyrstan ber að nefna Kaj Leo Johannesen, lögmann Færeyja. Þar fer sko maður! Þá skoðun mína byggi ég samt nær alfarið á því að mér skilst að hann sé eini þjóðarleiðtoginn sem hefur leikið knattspyrnu fyrir landslið sitt. Já, svo er hann færeyskur og talar þar með færeysku sem er sjarmerandi auk þess sem hann virðist blíður og góður fjölskyldumaður. Í mínum huga er það nefnilega algjört skilyrði að þjóðarleiðtogi virðist góður við fjölskylduna sína," segir Karen Dröfn Kjartansdóttir fréttamaður á stöð 2.

Þorsteinn J.
Þorsteinn J.

„Það eru fáir sem í mínum huga geta kallast góðir þjóðarleiðtogar, leiðtogar lífs heillar þjóðar. Í mínum huga er það bara Vigdís Finnbogadóttir sem kemst í úrvalsflokk, meðan margir eru í ruslflokki; Stalin, Nixon, Castro, Thatcher og hvað þetta fólk hét nú allt saman. Vigdís er þjóðarleiðtogi allra tíma. Hún hafði ómæld áhrif, ekki bara á konur, heldur líka karlmenn úr Laugarnesinu og nágrenni," segir Þorsteinn J. Vilhjálmsson blaðamaður.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.