*

föstudagur, 20. október 2017
Erlent 14. maí 2012 17:25

Yfirmaður hjá JPMorgan hættir vegna klúðurs

Ina Drew, yfirmaður fjárfestingasviðs JPMorgan hefur sagt upp störfum.

Ritstjórn

Ina Drew, yfirmaður fjárfestingasviðs bandaríska risabankans JPMorgan, hefur sagt upp störfum í kjölfar þess að bankinn tapaði svimandi háum fjárhæðum á afleiðuviðskiptum. Bankinn tilkynnti í dag að Matt Zames taki við starfinu.

JPMorgan er stærsti banki Bandaríkjanna sé litið til eigna. Drew hefur starfað hjá bankanum í 30 ár. Deild hennar tapaði háum fjárhæðum, allt að 3 milljörðum dala, á flóknum afleiðuviðskiptum. Tilkynnt var um mistökin og tap vegna þeirra síðastliðinn fimmtudag. Hlutabréfaverð í bankanum hefur fallið um nærri 12% síðan uppljóstrað var um viðskiptin, sem forstjóri bankans hefur gagnrýnt harðlega.

Stikkorð: JPMorgan