*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Erlent 6. janúar 2009 14:03

Yfirtökur og samrunar dragast saman um þriðjung

Ritstjórn

Samningum um yfirtökur og samruna að verðmæti samtals 513 milljarða dollara tókst ekki að loka á árinu 2008, vegna fjármálakreppunnar. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu sem greiningaraðilinn Mergermarket hefur sent frá sér.

Síðustu þrír mánuðir ársins reyndust sérstaklega erfiðir þegar kom að slíkum samningum, en 62% af fyrirhugðum samrunum og yfirtökum í október, nóvember og desember urðu undir í fjármálakreppunni.

Yfirtökur ríkja á fjármálafyrirtækjum voru í brennidepli síðari hluta ársins, en ef björgunarpakkar bandarískra stjórnvalda eru taldir með væru þeir stærstu samningarnir í Norður-Ameríku síðustu 3 mánuði ársins.

Yfirtökur og samrunar voru 31% minni að verðmæti og 12% minni að umfangi á árinu 2008 en árið á undan. Það kemur ekki á óvart að mest gekk á fjármálaheiminum í þessum efnum en 25% af heildarumfangi samninga áttu sér á þeim vettvangi. Samtals voru gerðir tólf þúsund samningar um yfirtökur og samruna fyrirtækja á árinu.

Stærsta yfirtaka ársins átti sér stað þann 30. janúar þegar tóbaksfyrirtækið Altria Group tók yfir sambærilegt fyrirtæki, Philip Morris International. Verðmæti yfirtökunnar nam 107 milljörðum dollara. Þriðja stærsta yfirtakan er eftirminnileg, en hún átti sér stað þann 15. september 2008, sama dag og Lehman Brothers féll. Þá tók Bank of America Merrill Lynch yfir fyrir 44 milljarða dollara.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim