Bang & Olufsen hefur tilkynnt að félagið hafi fengið yfirtökutilboð í öll hlutabréf í félagið. Hlutabréf í félaginu hafa hækkað um 30,63% í kjölfar þess að upplýst var um tilboðið.

Stjórn félagsins hefur sagt að það sé ekki öruggt að viðræðurnar muni leiða til yfirtöku eða raunverulegs tilboðs en stjórnin segir að hún muni senda frekari upplýsingar til kauphallar eftir því sem málið þróist áfram. Eftir hækkanir dagsins er markaðsverðmæti fyrirtækisins talið vera um 3,2 milljarðar danskra króna, eða um 60,3 milljarðar íslenskra króna

Hönnun B&O hefur verið eftirsótt en fyrirtækið hefur verið gagnrýnt fyrir það að tæknin standist ekki samanburð við helstu samkeppnisaðila.