Yngvi Halldórsson, varamaður í stjórn Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, hefur keypt 34 þúsund hluti í félaginu á 59,24 krónur á hlut.

Gerir það viðskipti fyrir 2.014.160 krónur, en þegar þetta er skrifað eru gengi bréfa félagsins komið niður í 59,10 krónur á hlut.

Yngvi átti ekki hlut í félaginu fyrir, en eins og Viðskiptablaðið hefur áður fjallað um , er hann sjálfkjörinn í stjórn á aðalfundi félagsins sem haldinn er í dag klukkan 16:00.