Útivistarfyrirtækið ZO-ON (ZO-International ehf.), sem annast heildverslun með útivistarfatnað og skófatnað, hagnaðist um rúmlega 4 milljónir króna árið 2016 borið saman við 3,5 milljónir árið á undan. Sala nam 281,8 milljónum borið saman við 290,4 milljónir árið 2015. EBITDA nam 259,6 milljónum en var 267,9 milljónir á fyrra ári.

Eignir námu 243,6 milljónum króna í árslok 2016 og var eiginfjárhlutfall 22,5%. Handbært fé nam 4,7 milljónum í árslok. Eigandi ZO-ON er Jón Erlendsson. Sonur hans, Halldór Örn Jónsson, er framkvæmdastjóri fyrirtækisins.