Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, heldur áfram að auðgast. Hann er nú níundi ríkasti maður heims samkvæmt lista Bloomberg. Fyrirtæki hans heldur áfram að vaxa í verðmætum og er núna eitt það verðmætasta í heimi.

Zuckerberg hefur nú tekið fram úr Ingvari Kamprad, stofnanda IKEA og ríkasta manni Svíþjóðar, á lista yfir ríkustu menn heims. Fyrir nokkrum vikum síðan varð hann ríkari en fjórir meðlimir Walton fjölskyldunnar sem á Walmart og var þá í 11. sæti á listanum.

Zuckerberg er nú metinn á 42,9 milljarða dollara. Það er líklegast stutt í það að hann taki fram úr Larry Bezos stofnanda Amazon á listanum en hann er metinn á 43,5 milljarða dollara.