*

mánudagur, 28. maí 2018
Huginn og muninn
13. febrúar 2017 14:09

Vandar Agli ekki kveðjurnar

Hrafnarnir taka undir með Páli að ekki sé ofsögum sagt að veröldin lítur öðruvísi út séð úr 101 Reykjavík en frá öðrum sjónarhólum.

Birgir Ísl. Gunnarsson

Páll Magnússon vandar kollega sínum fyrrverandi á Ríkissjónvarpinu, Agli Helgasyni, ekki kveðjurnar í Facebook færslu.

Umfjöllunarefnið var fyrsti þáttur Silfurs Egils í nýrri þáttaröð á RÚV og forgangsröð Egils. „Fyrst var rætt í 20 mínútur um fyrirkomulag á smásölu áfengis. Svo var rætt í 17 mínútur um hvort kalla mætti Trump fasista. Og síðan sagði Egill: „Ég ætla að koma inn á tvö lítil mál…“. Annað þessara litlu mála reyndist vera sjómannaverkfallið og í það smámál eyddi Egill 2 mín. og 49 sek. af sínum dýrmæta tíma.“

Hrafnarnir taka undir með Páli að ekki sé ofsögum sagt að veröldin lítur öðruvísi út séð úr 101 Reykjavík en frá öðrum sjónarhólum.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.