*

þriðjudagur, 22. janúar 2019
Huginn og muninn
24. maí 2018 14:01

600.000 króna kaka í Kópavogi

Bæjarstjórinn í Kópavogi reynir að baka yfir þá staðreynd að laun hans hækkuðu um tvenn lágmarkslaun milli ára.

Kristinn Magnússon

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, skýtur á flokksformann sinn, Bjarna Benediktsson, í kosningaauglýsingu Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Þar sýnir fyrrverandi markaðsfræðinemandinn klaufaskap sinn við að reyna að baka köku til að reyna að sýna mannlega mynd af sjálfum sér.

Honum tekst þó ekki að baka sig út úr því að á milli áranna 2016 og 2017 hækkuðu laun hans um ríflega tvöföld lágmarkslaun. Laun hans, sem stjórnar tæplega 36.000 manna sveitarfélagi, eru um tvær og hálf milljón og talsvert hærri en laun forsætisráðherra Íslands og borgarstjóra New York. Spurning hvort tími sé kominn á ódýrari bæjarstjóra í Kópavogi.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.