Mánudagur, 30. mars 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa
5. september 2012

Fer Villi Þ. fram í Reykjavík?

Ný skýrsla um REI málið er væntanleg á næstunni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fyrrv. borgarstjóri íhugar þingframboð en bíður átekta.

Prófkjör verða án vafa haldin í öllum flokkum fyrir næstu alþingiskosningar. Miklar vangaveltur eru um hverjir fara fram. 

Týr veit að einn þeirra sem metur stöðu sína þessa dagana er fyrrverandi borgarfulltrúi og borgarstjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Lítið hefur borið á Vilhjálmi frá því hann hætti sem borgarfulltrúi vorið 2010. 

Reyndar var svolítið fjallað um Vilhjálm í fjölmiðlum í fyrra þegar hann tók tímabundið við starfi framkvæmdastjóra hjúkrunarheimilanna Eirar og Skjóls. Hann var gagnrýndur fyrir að hafa haft áhrif á ráðninguna sem stjórnarformaður heimilanna. Hann hefur nú aftur tekið við stóli  stjórnarformanns.

Vilhjálmur hefur síðustu misseri þreifað fyrir sér varðandi þingframboð. Þær raddir heyrast hins vegar, bæði úr ráðhúsinu í Reykjavík og í Valhöll, að Vilhjálmur muni ekki taka ákvörðun um framboð fyrr en ný skýrsla meirihluta Dags B. Eggertssonar og Jóns Gnarr um Orkuveitu Reykjavíkur og  REI-málið verður birt.

Vilhjálmur er, eins og svo margir aðirir sem komið hafa nálægt starfi Orkuveitunnar sl. 10-15 ár, stressaður fyrir útkomu skýrslunnar. Hermt er að hún verði nokkur hundruð blaðsíður að lengd og væntanleg á næstunni.