*

laugardagur, 23. mars 2019
Huginn og muninn
1. mars 2019 14:41

Að langa í verkföll

Ýmislegt bendir til þess að sósíalistaarmur verkalýðsforystunnar hafi stefnt leynt og ljóst að verkföllum um nokkra hríð.

Kjörstjórn og forrysta Eflingar eftir að í ljós kom að verkfall hefði verið samþykkt.
Aðsend mynd

Hröfnunum þykir ýmislegt bendir til þess að sósíalistaarmur verkalýðsforystunnar hafi stefnt leynt og ljóst að verkföllum um nokkra hríð. Bókstaflega fimm mínútum eftir að kjaraviðræðunum var slitið á fimmtudaginn hafði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sent tölvupóst á félagsmenn, þar sem boðað var til kosninga um verkfall.

Daginn eftir deildu forsvarsmenn Eflingar myndum af rútu merktri sovéskum byltingarhnefum og slagorðinu „hótelin eru í okkar höndum“. Efling stofnaði í janúar félagssvið til að „blása nýju lífi í herskáa stéttabaráttu“. Í sama mánuði hóf Efling birtingu auglýsinga, þar sem kom fram að allt muni stöðvast í ferðaþjónustunni njóti félagsmanna Eflingar ekki við. Á mánudaginn fór verkfallsrútan um bæinn, þar sem markmiðið virðist hálft í hvoru hafa verið að eiga í orðaskaki við hótelrekendur fyrir framan myndavélar.

Í nótt birti Efling svo mynd af skælbrosandi forystufólki Eflingar þegar í ljós var komið að fyrstu verkfallsaðgerðirnar hefðu verið samþykktar í 11% kjörsókn.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér


Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.