*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Huginn og muninn
16. mars 2019 10:03

Að ávaxta pund sitt

Nýir sparnaðarreikningar Kviku bara háa vexti og eru einungis aðgengilegir á netinu.

Haraldur Guðjónsson

Kvika banki kynnti í vikunni nýja fjármálaþjónustu, Auði, sem býður upp á sparnaðarreikninga fyrir einstaklinga með 4 prósenta vöxtum.

Þjónusta Auðar fer eingöngu fram á netinu og lágmarksupphæð á reikningum eru litlar 250 þúsund krónur. Þetta eru mun hærri vextir en almennt bjóðast á innlánsreikningum, en hæst fara innlánsvextir á sambærilega upphæð í rúm 2%. Vextir eru greiddir mánaðarlega og er sparnaðarreikningurinn óbundinn og því alltaf laus til úttektar.

Þetta er auðvitað hið besta mál fyrir fjármagnseigendur sem vilja ávaxta pund sitt. Eftir standa þó spurningar um það hvort verið sé að fjármagna áhættusama fjárfestingastarfsemi með innlánum sem bera háa vexti. Það hefur ekki alltaf gefist vel.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim