*

sunnudagur, 19. maí 2019
Huginn og muninn
3. mars 2019 10:02

Að kasta grjóti úr glerhúsi

Sérlegur sérfræðingur RÚV sem gagnrýndi bankastjóralaun var sjálfur á svipuðum launum.

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Mikil umræða hefur verið síðustu vikur um laun bankastjóra. Að íslenskum sið hefur þessi umræða aðeins koðnað niður síðustu daga. Það vakti athygli hrafnanna þegar RÚV leitaði til Ragnars Önundarsonar til að viðra skoðanir sínar á launakjörum bankastjóra.

Ragnar var hvergi banginn og talaði um hversu göfugt starf það væri að starfa innan bankanna og því væru þessi ofurlaun óþarfi. Þegar Ragnar var bankastjóri Iðnaðarbankans voru launin vissulega lægri en á móti voru þrír bankastjórar starfandi í bankanum. Eigið fé Iðnaðarbankans á þeim tíma var líka brot af því sem er í bönkunum í dag. Ragnar hefur komið víða við í viðskiptalífinu og var til dæmis forstjóri Kreditkorta árið 2006. Þá voru mánaðarlaun hans 1,6 milljónir króna, sem uppreiknast í dag samkvæmt vísitölu sem 3,6 milljónir. Það er því nokkuð vel af verki staðið að verða helsti álitsgjafi RÚV þegar í raun er verið að kasta grjóti úr glerhúsi.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Stikkorð: Ragnar Önundarson
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim