*

föstudagur, 22. júní 2018
Huginn og muninn
10. september 2017 10:09

Aðeins tveir standa eftir

Aðeins níu mánuðir eru til kosninga og oddvitarnir flýja borgarstjórnarflokkana.

Birgir Ísl. Gunnarsson

Eftir níu mánuði verða sveitarstjórnarkosningar. Mesta spennan er hver útkoman verður í Reykjavík. Skoðanakannir bentu lengi vel til að þrátt fyrir dapra framgöngu nyti Samfylkingin mest fylgis. Það breyttist í um daginn þegar Fréttablaðið birti könnun sem sýndi að Sjálfstæðisflokkurinn væri orðinn stærstur og þar með að ákvörðun Halldórs Halldórssonar um að stíga til hliðar sem oddviti flokksins væri rétt.

Talandi um oddvita. Það er greinilega drepleiðinlegt starf því nú lítur út fyrir að af fimm oddvitum verði bara tveir í kjöri á næsta ári. Auk Halldórs, er Sóley Tómasdóttir hjá VG flutt til Hollands og Halldór Auðar Svansson pírati hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér. Eftir „standa" Dagur B. Eggertsson og Björn Blöndal.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.