*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Huginn og muninn
7. október 2018 11:00

Áfellisdómur yfir verkalýðshreyfingunni

Óhætt er að segja að fyrsti Kveikur vetrarins hafi vakið mikla athygli, en þar fjallaði Helgi Seljan um bág kjör og aðbúnað erlends verkafólks á Íslandi.

Gylfi Arnbjörnsson, fráfarandi forseti ASÍ.
Haraldur Guðjónsson

Óhætt er að segja að fyrsti Kveikur vetrarins hafi vakið mikla athygli, en þar fjallaði Helgi Seljan um bág kjör og aðbúnað erlends verkafólks á Íslandi. Um 30 þúsund erlendir ríkisborgarar eru nú starfandi á íslenskum vinnumarkaði og hafa aldrei verið fleiri.

Í framhaldinu loguðu samfélagsmiðlar, þar sem menn áttu vart nógu sterk orð til þess að lýsa hneykslan sinni og drógu af alls kyns ályktanir um eðli og innræti allra atvinnurekenda og sjálfs kapítalismans, þó öllum megi ljóst vera að slæmur aðbúnaður og kjör verkafólks á Íslandi séu undantekning en ekki regla.

En vilji menn draga altækar ályktanir, er þetta þá ekki stórkostlegur áfellisdómur yfir verkalýðshreyfingunni, sem á að verja og gæta hagsmuna verkafólks? Þess hefur ekki orðið vart að hinir annars óþreytandi verkalýðsleiðtogar VR og Eflingar, svo tekin séu tvö dæmi af handahófi, hafi hingað til hóstað eða stunið sérstaklega vegna þessa. Ástæðulaust er að láta þar staðar numið, því tíðindi þáttarins vekja auðvitað einnig spurningar um árvekni lögreglu og skattayfirvalda. 

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim