*

laugardagur, 19. janúar 2019
Huginn og muninn
21. apríl 2018 10:39

Afsökunarbeiðni dugar ekki til

Næst þegar Inga Sæland forfallast þurfi hún því að kalla inn fyrir sig Lindu Mjöll Gunnarsdóttur.

Höskuldur Marselíusarson

Nokkurt uppnám varð í þingveislu, sem haldin var á Hótel Sögu síðastliðið föstudagskvöld, þar sem Guðmundi Sævari Sævarssyni, varaþingmanni Flokks fólksins, var vísað úr veislunni eftir að hann hafði áreitt og káfað á nokkrum þingkonum og öðrum kvenkyns gestum.

Sagt er að Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hafi skipað Guðmundi Sævari að senda afsökunarbeiðnir til viðkomandi, en í þinginu er mál manna að það dugi ekki til. Í kjölfar #metooumræðunnar og sakir virðingar þingsins sé óhugsandi annað en að hann segi sig frá frekari þingstörfum. Næst þegar Inga Sæland forfallast þurfi hún því að kalla inn fyrir sig Lindu Mjöll Gunnarsdóttur, leikskólakennara, sem sat í 3. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík Suður.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.