Horfur í alþjóðahagkerfinu eru þó nokkuð breyttar frá stöðunni sem var uppi á sama tíma á síðasta ári. Þá var útlitið fyrir vöxt og verðbólgu veikt og með töluverða hættu til staðar á frekari hjöðnun; það er enn veikt en með betra jafnvægi og jafnvel er hægt að tala um möguleikann á óvæntri uppsveiflu. Önnur mikilvæg breyting sem hefur átt sér stað þegar kemur að því að greina umhverfi alþjóðlegra fjármálamarkaða er hlutverk og vægi pólitískra þátta sem uppsprettu markaðssveiflna. Yfir þetta tímabil hefur fjármagn síðan verið nokkuð varkárt með prósentuhluta reiðufjár í alþjóð­ legum eignasöfnum nýlega á stigi sem síðast sást árið 2001, skuldabréfaeign hefur stóraukist á meðan hlutabréfaeign hefur minnkað, og eignastýringarfélög horfa nú fram á útflæði fjármagns í fyrsta sinn síðan 2011. Ennfremur standa leið­ andi þjónustufyrirtæki í fjármálageiranum sum hver frammi fyrir verstu sölutölum frá því í fjármálakrísunni 2008.

Það má segja að þetta hafi verið árið þar sem langvarandi efnahagslegir veikleikar í kjölfarið á 2008 kreppunni hafi fengið útrás á bæði nýjum víddum og á nýjum svið­ um: hlutfall skuldabréfa með neikvæða ávöxtun stórjókst í kjölfarið á frekari slökunaraðgerðum seðlabanka og aukin þjóðernishyggja á pólitíska sviðinu endurspeglar þessa sömu undirliggjandi erfið­ leika sem stærstu seðlabankar heims hafa barist við síðustu ár. Þetta ár litríkra efnahags- og félagslegra atburða birtist einnig í aðgerðum olíuframleiðenda þar sem þjóðir innan og utan OPEC samtakanna komu sér saman um að draga úr olíuframboði í fyrsta sinn í fimmtán ár.

Í þessu breiða samhengi, yfir næstu tólf mánuði, hver eru líkleg eftirköst atburða þessa árs þar sem nýjar breytur risu upp með krafti innan alþjóðaumhverfisins og fjármagn var að mörgu leyti fælið?

Tvennt kemur upp í hugann. Fyrir það fyrsta, þá er hlutverk opinberra þátta líkt og kosninga og áhrifamikla seðlabanka líklegt til að vera tiltölulega raunalaust innan fjármálamarkaða í samanburði við þetta ár. Stigvaxandi viðhorfsbreytingar gætu síðan átt sér stað meðal alþjóðafjárfesta og staflinn af reiðufé sem nú er til staðar sótt inn á ákveðna markaði í auknum mæli. Hvað veldur?

Varðandi fyrri þáttinn, þá eru það betri horfur varðandi vöxt og verðbólgu sem munu líklega róa seðlabanka upp að vissu marki og loka fyrir auknar slökunaraðgerðir. Ennfremur, þrátt fyrir nýlegan við­ snúning á verðbólgu þá er ólíklegt að yfirskot eigi sér stað nema verð­ lag á hrávörum nái að vaxa með krafti yfir fyrri helming næsta árs. Það er að sjálfsögðu mögulegt, en vert er að hafa í huga að löng stöðutaka í olíu og kopar er nú í sögulegum hæðum: framboðið á fúsum kaupendum er lítið og erfiðara verður að toga verðið upp. Ásættanlegur vöxtur og viðráðanlegar verðbreyingar eru því líklegar. Það virðist vera ólíklegt að Seðlabanki Bandaríkjanna hækki vexti meira en nú þegar er gert ráð fyrir

Fyrir komandi kosningar í Evr­ópu þá er mikilvægt að hafa í huga hinn mikla viðsnúning í viðhorfum varðandi þennan pólitíska áhættu­ þátt sem hefur átt sér stað síðasta árið. Þetta enduspeglast best í leitarvél Google þar sem fyrirspurnir um „lýðskrum“ (e. populism) hafa aldrei verið fleiri. Þannig að segja að hluverk kosninga verði raunalaust á komandi ári endurspeglar þessa miklu aðlögun að breyttu pólitísku landslagi en ekki að lítið verði um að vera. Praktíska breytingin er sú að nálgunin á þessar þróanir þarf að hafa lengri-tíma horfur í huga og sigta út hvar ný markaðsforusta mun koma fram næstu árin í stað þess að einblína á skammtímasveiflur í kringum kosningar.

Verði hlutverk seðlabanka tiltölulega passívt á komandi ári og með pólitíska áhættuþætti vel þekkta á þessu stigi, þá er ekki útilokað að fjármagnsflæði endi á að vera sá þáttur sem sýni mestu sveiflurnar. Eftir fælið og erfitt ár þá gæti við­ horfsbreyting átt sér stað – sterkari hagvöxtur mun hjálpa og auka bjartsýni – og ýmsir markaðir með litla hlutdeild í eignasöfnum notið góðs af. Í þessu samhengi er bandaríski hlutabréfamarkaðurinn áhugaverður, en þrátt fyrir ágætt gengi á þessu ári hefur fjármagn leitað útaf markaðnum að mestu leyti síðustu tvö ár: ef sú þróun snýst við þá gæti stuðningur frá fjármagnsflæði einn og sér komið auknum skriðþunga á nýlega frammstöðu.

Þannig að eftir útrás efnahagslegra veikleika á bæði nýjum víddum og á nýjum sviðum þetta árið þá eru horfur fyrir að 2017 verði tiltölulega skárra í samanburði við útlitið sem við stóðum frammi fyrir á sama tíma á síðasta ári.

Höfundur rekur ráðgjafafyrirtækið Nightberg í New York.