Ólafur Stephensen, fram­kvæmdastjóri Félags at­ vinnurekenda, skrifar grein í Viðskiptablaðið, 4. maí, þar sem hann hnýtir í ríkið og stofn­anir þess vegna samkeppnismála. Megninu af hnútum Ólafs er beint að ráðuneytum, en þar sem hann beinir sjónum sínum að rekstri Frí­hafnarinnar á Keflavíkurflugvelli er rétt að bregðast við.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ólafur ræðir fríhafnarmál og eins og svo oft áður gætir ákveðins misskilnings í skrifum hans um þau mál. Látum vera að Ólafur dragi upp frekar skakka mynd af pöntunarþjónustu Fríhafnarinn­ar, hugmyndin á bak við hana var einfaldlega sú að viðskiptavin­ir gætu flýtt fyrir sér með því að láta taka frá vöru fyrir sig sem biði þeirra þegar þeir ættu leið um verslunina og þá um leið greitt fyr­ir vöruna. Grundvallarmunur er á þessari þjónustu og hefðbund­inni netverslun og engin leið fyrir annan en þann sem á bókað flug að kaupa vöruna. Öllu verra er hins vegar að í málflutningi Ólafs gæt­ir ákveðins grundvallarmisskiln­ings þegar kemur að fríhafnar­verslun yfirhöfuð.

Staðreyndin er nefnilega sú að fríhafnarverslun er í samkeppni við fríhafnarverslun á öðrum flugvöllum, ekki innlenda verslun. Þetta kom bersýnilega í ljós þeg­ ar Norðmenn opnuðu komuversl­un á Óslóarflugvelli fyrir nokkr­ um árum með það að markmiði að færa meiri verslun á flugvöll­ inn og þannig inn í landið. Áhrifin stóðu ekki á sér. Við þessa breyt­ ingu dróst sala til Norðmanna í brottfararverslunum á Keflavík­urflugvelli, og eflaust öðrum flug­ völlum sem eru tengdir Óslóarflug­ velli, verulega saman. Þessi verslun færðist til Noregs í stað þess að fara fram á flugvöllum í öðrum löndum, meðal annars Keflavíkurflugvelli. Að auki hafa innlend samkeppnis­ yfirvöld komist að þeirri nið­ urstöðu í ákvörðunum sínum að verslun með tollfrjálsan varning í flugstöð er sérstakur markaður sem telst ekki í samkeppni við innlendar verslanir.

Flugvellir starfa nefnilega í alþjóðlegri samkeppni. Það á bæði við um flugfélög, en forsvarsmenn flugfélaga horfa til verðs og þeirrar þjónustu sem boðið er upp á á flug­völlum áður en samið er um flug þangað, og einnig við um ferða­ mennina sjálfa. Þeir vilja kaupa vörur í fríhöfnum og sé ekki fríhöfn á þeim flugvelli sem flogið er til, þá kaupa þeir einfaldlega vörurnar í verslunum þess flugvallar sem þeir flugu frá.

Samkeppni á milli flugfélaga hefur aldrei verið meiri á Keflavík­ urflugvelli. Nú stunda 25 flugfélög áætlunarflug frá flugvellinum og þar af eru 10 flugfélög með starf­ semi allt árið. Þetta er gríðarleg breyting og til samanburðar voru heilsársflugfélögin einungis tvö árið 2005 og þrjú árið 2010. Það ríkir því mikil og heilbrigð sam­ keppni á Keflavíkurflugvelli, en nú er hún ekki lengur á milli tveggja íslenskra félaga eins og fyrir um tíu árum síðan, heldur er um að ræða alþjóðlega samkeppni.

Samkeppni er af hinu góða og að henni ber að stuðla í hvívetna. Það er líka af hinu góða að ræða um málin af þekkingu og í ljósi reynsl­unnar. Ólafur Stephensen mætti hafa það í huga að fríhafnarversl­un á Keflavíkurflugvelli er í bein­ harðri samkeppni við fríhafnar­ verslanir á fjölmörgum flugvöllum víða um heim. Þá gætum við tekið höndum saman og staðið vörð um hagsmuni íslenskrar verslunar. Al­þjóðleg samkeppni er nefnilega líka samkeppni.

Höfundur er upplýsingafulltrúi Isavia.