*

föstudagur, 26. apríl 2019
Huginn og muninn
19. ágúst 2018 11:03

Barist um stöðu formanns

Þriðji formaðurinn á tveimur árum tekur við Neytendasamtökunum.

Ólafur Arnarson, fyrrum formaður Neytendasamtakanna.
Haraldur Guðjónsson

Neytendasamtökin hafa lifað í eitt ár án þess að hafa sérstakan formann. Síðasta sumar sagði Ólafur Arnarson af sér eftir að hafa verið sakaður um fjárdrátt, sem hann þverneitaði. Ólafur gegndi formennsku í rúmlega átta mánuði. Síðan þá hefur varaformaðurinn Stefán Hrafn Jónsson stýrt skútunni.

Þing Neytendasamtakanna verður haldið í lok október en þá verður nýr formaður meðal annars kjörinn. Framboðsfrestur rann út á miðvikudag og samkvæmt síðustu fregnum höfðu sex gefið kost á sér. Það eru þeir Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, Guðmundur Hörður Guðmundsson, fyrrverandi formaður Landverndar, Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingur, Ást­hildur Lóa Þórs­dótt­ir, for­maður Hags­muna­sam­taka heim­il­anna, Rán Reynisdóttir hársnyrtimeistari og Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður og leikstjóri.

Sá sem nær kjöri í október verður því þriðji formaður félagsins á tveimur árum, ef Stefán Hrafn er talinn með. Það er af sem áður var þegar Jóhannes heitinn Gunnarsson gegndi embættinu en það gerði hann í 26 ár.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim