

Fleiri eru þó farnir að huga að vistaskiptum heldur en Lilja Alfreðsdóttir. Þannig skyldi enginn ímynda sér að Birgitta Jónsdóttir sé hætt í íslenskum stjórnmálum, þó hún hafi ekki gefið kost á sér á framboðslista Pírata að þessu sinni. Píratar hafa nefnilega þá stefnu að sækja sér ráðherra utan þings og á þann frama stefnir Birgitta.
Píratar munu að líkindum fá 10- 12% atkvæða og sennilega um 8-10 þingmenn. Gangi skoðanakannanir eftir yrðu þeir og Samfylking ámóta stórir flokkar á þingi, nægilega stórir til þess að mynda þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur.
Svo viss er Birgitta í sinni sök, að hún hefur nú þegar rætt við Katrínu um framhaldið og nefnt hvaða ráðuneyti sér hugnist helst. Að fenginni reynslu mun Birgitta samt láta vera að segja kjósendum aftur frá því að hún sé búin að mynda stjórn fyrir þá, löngu fyrir kosningar.