*

laugardagur, 23. febrúar 2019
Huginn og muninn
11. febrúar 2018 11:09

Deilur komnar á nýtt stig

Nú hefur formaður VR viðrað þá hugmynd að draga VR út úr ASÍ án þess að spyrja félagsmenn álits.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.

Það eru athyglisverðir hlutir að gerast í verkalýðsbaráttunni. Það er að verða til eitthvað bandalag gegn Gylfa Arnbjörnssyni. Það eru ekki nýjar fréttir að þeir Ragnar Þór og Vilhjálmur Birgisson séu ósammála Gylfa en nú virðist þetta komið á nýtt stig því Ragnar Þór hefur viðrað þá hugmynd að draga VR úr ASÍ án þess að spyrja félagsmenn sína.

Sama hversu ósammála þú ert Gylfa þá getur það varla verið lausnin að leysa upp verkalýðsforystu þessa lands eða hvað? Hvað þá að VR gangi úr ASÍ án þess að bera slíka ákvörðun undir félagsmenn eins og Ragnar Þór hefur nefnt. Það eru nú eiginlega hálfgerðir einræðistilburðir, sérstaklega þegar litið er til þess að Ragnar Þor situr í formannsstólnum eftir formannskosningar sem um 17% félagsmanna VR tóku þátt í. Ef þú vilt breyta einhverju í ASÍ þá er skynsamlegra að gera það með lýðræðislegum hætti, t.d. með því að komast til valda þar.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.