*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Huginn og muninn
25. febrúar 2018 11:09

Dómarar í aukavinnu

Fyrst álagið í Hæstarétti er jafnmikið og af er látið hvers vegna eru dómarar þá í tveimur vinnum?

Hæstiréttur Íslands.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Mikið hefur verið rætt um álag á dómara í Hæstarétti. Á árunum eftir hrun var dómurum fjölgað og nú hefur verið bætt í og heilt millidómsstig stofnað. Það er alveg örugglega rétt að dómarar hafi verið undir miklu álagi og hrafnarnir eru líka sammála nauðsyn þess að stofna nýtt millidómsstig. Aftur á móti furða hrafnarnir sig á því að hæstaréttardómarar skuli vera í tveimur vinnum á sama tíma og álagið er eins mikið og raun ber vitni.

Að minnsta kosti tveir dómarar, þeir Benedikt Bogason og Karl Axelsson, starfa líka sem kennarar við Háskóla Íslands. Þá kunna einhverjir að segja að það sé mikilvægt að hæstaréttardómarar geti miðlað laganemum af reynslu sinni — nauðsynlegt sé að hafa tengsl við fræðasamfélagið. Ef það er reyndin þá ættu hæstaréttardómarar líka að kenna við HR, Bifröst og Háskólann á Akureyri. Fyrst álagið er að buga menn blasir þá ekki við að hóa í Jón Steinar Gunnlaugsson, mann með reynslu, sem er líka hamhleypa til verka.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim