*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Huginn og muninn
8. september 2018 10:07

Dýrasti braggi í heimi?

Hvernig getur það gerst að borgaryfirvöld verji 415 milljónum króna í endurbætur á bragga?

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Haraldur Guðjónsson

Reykvíkingar hafa eignast nýjan 415 milljóna króna bragga við Nauthólsvík. Þó að hrafnarnir séu oft haldnir fortíðarþrá þá þykir þeim líka mikilvægt að borgaryfirvöld sýni ráðdeild í rekstri og passi upp á sameiginlega sjóði. Endurbætur á þessum merka bragga, sem nýtur verndar í deiliskipulagi borgarinnar, átti upphaflega að kosta 158 milljónir króna en þegar öllu var á botninn hvolft endaði kostnaðurinn í 415 milljónum. Þetta kom fram í sjónvarpsfréttum RÚV á sunnudaginn.

Einhvers staðar í ferlinu öllu jókst kostnaðurinn því um litlar 257 milljónir og þegar reikningurinn hækkaði og hækkaði lagði borgarráð bara blessun sína yfir það. Hvernig getur svona lagað gerst? Innkauparáð borgarinnar er víst að skoða það og bíða hrafnarnir spenntir eftir niðurstöðunni enda líklega dýrasti braggi í heimi.  

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var í viðtali á Rás 1 í fyrradag eða tveimur dögum eftir að starfsmenn fréttastofunnar í Efstaleiti höfðu sagt fréttina af bragganum. Í útvarpsviðtalinu gafst gott tækifæri til að spyrja borgarstjórann út í þessa 257 milljóna króna framúrkeyrslu en það var því miður ekki gert.

Borgarstjórinn lofsamaði aftur á móti húsnæðisuppbygginguna í borginni, sem kemur svona þremur árum of seint og notaði tækifærið til að gagnrýna minnihlutann. Þá hafnaði hann í beinni útsendingu tillögu Miðflokksins um að gerð yrði óháð úttekt á starfsemi æðstu stjórnar Reykjavíkur. Þetta er „hofmóður“ sem hrafnarnir kunna ekki við. 

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim