*

sunnudagur, 26. maí 2019
Huginn og muninn
11. nóvember 2018 11:04

Eftirsótt starf

Fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi forstjórar voru á meðal þeirra sem sóttu um hjá Íslandsstofu.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra.
Haraldur Guðjónsson

Fyrrverandi yfirmenn Icelandair Group eru komnir með tögl og hagldir í Íslandsstofu. Björgólfur Jóhannesson varð stjórnarformaður Íslandsstofu eftir að hann hætti sem forstjóri hjá Icelandair og í lok síðasta mánaðar var Pétur Þ. Óskarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri samskiptasviðs Icelandair Group, ráðinn framkvæmdastjóri Íslandsstofu.

Fjöldi fólks sótti um starfið sem Pétur fékk. Hrafnarnir hafa heyrt að á meðal umsækjenda hafi verið mjög reynslumikið fólk. Mun Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra, hafa sótt um starfið, sem og Eggert Benedikt Guðmundsson. fyrrverandi forstjóri N1, en hann hætti sem framkvæmdastjóri eTactica í byrjun ársins. Þá mun Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs Íslands, einnig hafa sótt um. Katrín Olga sat í stjórn Icelandair um skeið en náði ekki endurkjöri á aðalfundi félagsins í mars á þessu ári.  

Leiðrétting. Upphaflega var sagt að Martin Eyjólfsson sendiherra í Berlín hefði verið einn af þeim sem sótti um starfið en það mun ekki vera rétt. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

 

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim