

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill að auðlegðarskattur verði tekinn upp á ný hér á landi. Haft var eftir honum í Morgunblaðinu að hann vilji jafnframt að öldruðum verði veitt frekari tækifæri til þess að vinna og öðlast lífsfyllingu.
Síðast þegar auðlegðarskattur var lagður á, gjaldárin 2010 til 2014, bitnaði hann einna harðast á tekjulágum eldri borgurum sem bjuggu, eftir langa starfsævi í skuldlitlu húsnæði.
Því er ekki að undra að Logi fari fram á að möguleikar þessa hóps til að eyða ævikvöldinu í að afla sér tekna á vinnumarkaði verði auknir, enda þurfa þeir að geta átt fyrir aukinni skattbyrði í formi auðlegðarskatts.