*

mánudagur, 25. mars 2019
Huginn og muninn
16. apríl 2018 14:01

Einmenningskjördæmi Bjarna Ben

Svo virðist sem Jónas Þór búi í eins manns kjördæmi Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins.

Aðsend mynd

Dean Acheson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í ríkisstjórn Harry Trumans á eftirstríðsárunum, sagði jafnan, þegar hann gerði eitthvað sem var umdeilt, að í hans kjördæmi væri aðeins einn maður sem hann þyrfti atkvæði frá. Og vísaði þar til Trumans forseta. Hröfnunum varð hugsað til ummæla Acheson þegar þeir sáu að Jónas Þór Guðmundsson var endurskipaður formaður stjórnar Landsvirkjunar í vikunni.

Embættisfærslur hans er snerta kjaramál hafa sætt gagnrýni hvort tveggja frá verkalýðshreyfingunni og vinnuveitendum. Gildir þá einu hvort þær ákvarðanir séu á vettvangi Landsvirkjunar eða Kjararáðs. Svo virðist sem Jónas Þór búi í eins manns kjördæmi Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Jónas Þór virðist virðist þrátt fyrir allt, enn fá atkvæði Bjarna. Í ljósi þess að hörð kjarasamningalota er framundan gæti Bjarni þó farið að sjá eftir atkvæði sínu ef Jónas Þór heldur áfram að vera jafn atkvæðamikill í launahækkunum opinberra stjórnenda.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.