*

miðvikudagur, 22. maí 2019
Huginn og muninn
19. maí 2018 10:39

Einn af eigendum Samherja

Hjörvar Hafliðason er ekki bara í boltanum heldur liggja þræðir hans víða í sjávarútvegi.

Haraldur Guðjónsson

Það vita það kannski ekki margir en sparkspekingurinn Hjörvar Hafliðason er einn af eigendum stærsta útgerðarfélags landsins, Samherja. Hjörvar er samt enginn stóreigandi því hann heldur á 706 hlutum, sem þýðir að hann á sirka 0,0001%. Í lok árs 2016 nam eigið fé Samherja um 84 milljörðum og var virði hlutabréfa Hjörvars um 72 þúsund krónur.

Hjörvar eignaðist hlutinn í gegnum föður sinn Hafliða Þórsson. Hafliði var á sínum tíma í útgerð og með skrifstofur í Kópavogi. Líkt og Hjörvar hefur Hafliði mikinn áhuga á knattspyrnu og var hann einn af þeim sem lögðu fé í kaup Íslendinga á Stoke City á sínum tíma og sat í stjórn Stoke Holding S.A. Afi Hjörvars, Þór Pétursson heitinn, var nokkuð umsvifamikill á Húsavík á síðustu öld.

Þræðir Hjörvars í útgerðinni liggja enn víðar því hann er nú í sambúð með Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þessi fróðleiksmoli er í boði hrafnanna. 

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim