*

mánudagur, 28. maí 2018
Huginn og muninn
14. maí 2017 10:09

Ekkert hrun framundan

Óhætt er að anda með nefinu. Hrun í ferðaþjónustu er afar ólíklegt.

Haraldur Guðjónsson

Ríkissjónvarpið sagði frá því í annarri frétt á sunnudagskvöldið í síðustu viku að íslenskur ferðaheildsali hefði orðið af viðskiptum við um ellefu hundruð þýska ferðamenn. Hann hafði selt ferðirnar til erlendra endursöluskrifstofa, en vegna dýrtíðar á Íslandi hafi ferðunum verið skilað.

Framkvæmdastjóri íslenska fyrirtækisins var skiljanlega ósáttur. „[Þ]arna er í rauninni verðlagið orðið þannig að viðskiptavinur Kötlu DMI erlendis reynir ekki að selja ferðirnar, telur sig ekki geta selt þær,“ sagði framkvæmdastjórinn í samtali við RÚV.

Þetta er vissulega fréttnæmt, en fréttamenn RÚV hefðu mátt aðeins anda með nefinu. Látið er að því liggja að verðlag hér sé orðið svo hátt að framtíð íslenskrar ferðaþjónustu sé í húfi. Vel má vera að eitthvað muni hægja á fjölgun ferðamanna næstu árin, en engin ástæða er til að óttast hrun.

Sem dæmi má nefna að erlendir gestir hingað til lands voru á fyrstu þremur mánuðum þessa árs ríflega 50% fleiri en þeir voru á sama tíma í fyrra.

Stikkorð: RÚV Ferðamenn
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.