*

mánudagur, 20. maí 2019
Sigrún Kjartansdóttir
2. október 2018 10:30

Er pláss fyrir „tilfinningar“ á vinnustöðum?

Sigrún Kjartansdóttir veltir því fyrir sér hvort það að starfsmenn tali um tilfinningar á vinnustað sé álitið veikleikamerki.

Í kjölfar Mannauðsdagins sem haldinn var s.l. föstudag á vegum Mannauðs, félags Mannauðsfólks á Íslandi velti ég fyrir mér hvort það að starfsmenn tali um tilfinningar á vinnustað, sé álitið veikleikamerki.  Einnig er áhugavert að stalda við og meta áhrif þess að starfsmenn byrgi tilfinningar inn í sér, í stað þess að geta tjáð sig um þær, án þess að verða dæmdir.

Fyrirlestur Phil Willcox atferlisfræðings frá Bretlandi, sem bar yfirskriftina „Why we don´t talk about emotions in the workplace“ hreyfði verulega við mér, sér í lagi ef við tengjum þetta viðfangefni við kynslóðaskiptin sem eru að eiga sér stað á vinnumarkaði.  Það sem síðan ýtti enn meira við mér og tengdi þetta allt betur saman var grínuppistand Ara Eldjárns þar sem hann gerði stólpagrín að sjálfum sér tilfinningalega séð samanborði við 16 ára ungling sem hann sagðist hafa hitt nýlega sem hafði í þó nokkuð langan tíma verið að vinna með sjálfan sig, finna sinn innri mann og reyna að átta sig á því hver hann væri og hvað hann vildi vera.  Samhliða gríninu kveikti þetta á þó nokkrum viðvörunarbjöllum hjá mér og vakti upp þá spurningu hvort stjórnendur standi nú frammi fyrir þeirri áskorun að þurfa að bæta heilum málaflokki við verkefnalistann sinn sem heitir „tilfinningar starfsmanna“.

Sem manneskjur með tilfinningar höfum við fleiri tilfinningar en bara gleðina.  Við eru hrædd, reið, leið, móðguð, kvíðin, afprýðisöm, hrædd við að standast ekki væntingar vinnuveitenda og samstarfsmanna og svo mætti lengi telja.  Allar þessar tilfinningar koma með manneskjunni á vinnustaðinn og ef það er ekki farvegur til að vinna með þær og úr þeim á réttan hátt, munu þær hafa áhrif á starfmanninn sjálfan, samstarfsmenn, samskiptin, hópana, verkefnin og skipulagsheildina í heild sinni.  Phil segir að í dag sé það alls ekki alls staðar samþykkt að tala um þessar „neikvæðu“ tilfinningar heldur sé fókusinn meira á það að allir séu glaðir og jákvæðir.  En reyndin er bara sú að að þetta eru tilfinningar sem manneskjan er að burðast með og það þarf að finna þeim réttan farveg til að ekki fari illa.    

Phil Willcox talaði um þrjú atriði sem hann sagði að væru lykilatriði að fengju pláss á vinnustaðnum og gætu skipt sköpum.  Þau eru að  „hlustað væri á mann“ (be heard), það sem hann kallaði „öruggt svæði“  (safe space) og  það „að halda áfram“ (move on).  Hann sagði að það skipti gríðarlega miklu máli að starfsfólk gæti farið til næsta yfirmanns og jafnvel samstarfsmanns og talað hreint út um hvernig honum líður og um þá hluti sem eru að angra hann. Og einnig að yfirmenn og samstarfsmenn spyrji spurninga eins og „hvernig líður þér“, meini það og séu tilbúnir að hlusta.   Einnig að það sé vettvangur sem hann kallar „öruggt svæði“  sem er vettvangur innan fyrirtækja þar sem verið er að tala um aðra hluti en vinnuna m.a. hvernig fólki líður, hvað það sé að glíma við án þess að það sé dæmt og fleira.  Nái fyrirtæki að innleiða rétt viðhorf,  viðbrögð og samþykki við því að starfsmenn geti talað um aðrar tilfinningar en bara „eru ekki allir í stuði“, er ég þess fullviss að almenn líðan og starfsánægja aukist til muna.  

Fyrir ekki svo löngu síðan skaust aðferðafræðin „tilfinningagreind“ upp á yfirborðið.  Hún náði ekki mikilli athygli á þeim tíma enda nokkuð óáþreifanlegt viðfangsefni.  Svo virðist sem hún sé að poppa upp aftur, núna bara undir öðrum merkjum.   Það verður áhugavert að fygjast með hvort tilfinningar starfsmanni fái meira rými innan fyrirtækja í kjölfarið á fyrirlestri Phils Wilcox, samhliða nýrri kynslóð sem kallar eftir allt öðruvísi athygli og áherslum stjórnunarlega séð.

Höfundur er framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim