

Viðskiptaráð Íslands hefur verið duglegt við að gera athugasemdir við umsvif hins opinbera, ekki síst eignarhald þess og bundið fé í fasteignum og fyrirtækjum að óþörfu eða jafnvel til óþurftar.
Þeim ábendingum hefur verið misvel tekið af þeim sem þar hafa vígi að verja. Dæmi um það mátti til dæmis lesa í síðasta Viðskiptablaði. Þar malbikaði Margrét S. Björnsdóttir, stjórnarformaður Malbikunarstöðvarinnar Höfða og flokksbroddur Samfylkingarinnar, yfir Viðskiptaráð fyrir frumhlaupið.
Hrafnarnir bíða því spenntir eftir því að Ásta S. Fjeldsted, hinn nýi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, svari og valti yfir Margréti í malbikinu á vettvangi fjölmiðla. Eða fjölskyldunnar. Ásta er í sambúð með Bolla Thoroddsen og þær Margrét því tengdamæðgur…