*

mánudagur, 22. apríl 2019
Rakel Sveinsdóttir
9. apríl 2019 16:12

FKA hvetur til aðgerða

Tölfræðin sýnir hins vegar að atvinnulífinu er ekki eðlislægt að taka ákvarðanir byggða á hæfninni einni saman.

Frá viðburði á vegum FKA.
Haraldur Guðjónsson

Við konurnar heyrum það oft að kynjahlutföll í atvinnulífinu munu leiðréttast af sjálfu sér með því einu að hæfasti einstaklingurinn sé ávallt ráðinn óháð kyni. Tölfræðin sýnir hins vegar að atvinnulífinu er ekki eðlislægt að taka ákvarðanir byggða á hæfninni einni saman. Þetta skýrir það út hvers vegna útreikningar sýna að það mun taka atvinnulífið rúm 100 ár til viðbótar að jafna kynjahlutfallið nema eitthvað verði að gert. Ég nefni sem dæmi tölur Jafnvægisvogar FKA sem sýna að 90% forstjóra 100 stærstu fyrirtækja landsins eru karlmenn og þar eru 78% framkvæmdastjóra einnig karlmenn. Þá er það þekkt að í Kauphöllinni er engin kona forstjóri og þó er starfsmannaveltan í þeim stöðum nokkuð hröð. Þá hafa rannsóknir sýnt og sannað ýmsa viðskiptalega hvata sem ættu að hvetja stjórnir, fjárfesta og æðstu stjórnendur til að tryggja fjölbreytni innan stjórnendateyma. Má þar nefna rannsóknir McKinsey sem sýna að fyrirtæki með blönduðum teymum sýna meiri afkomu og betri rekstrarniðurstöðu en þau fyrirtæki þar sem stjórnendahópar eru einsleitir. Það er því gott til þess að vita að nú þegar FKA fagnar 20 ára afmælisári sínu, stendur félagið sterkara en nokkru sinni fyrr. Við hvetjum til aðgerða enda til mikils að vinna að auka líkur á hámarksárangri.

Félagið var stofnað þann 9. apríl árið 1999. Aðdragandinn var sá að Finnur Ingólfsson, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, skipaði starfshóp árið 1997 sem hafði það að markmiði að meta þörf á stuðningsaðgerðum fyrir konur í atvinnurekstri. Nefndin lauk störfum í nóvember árið 1998 og var niðurstaða hópsins sú að stuðningsaðgerða væri þörf. Meginforsendan var sú að hlutdeild kvenna í atvinnurekstri var í engu samræmi við atvinnuþátttöku þeirra og þó var þekkt að lykilatriði til að auka á hagsæld samfélagsins, væri rekstur lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Fyrir þessum tuttugu árum síðan lágu einnig fyrir rannsóknir þá þegar sem studdu mikilvægi aðkomu kvenna í rekstri. Í ræðu ráðherra á stofnfundi FKA sagði Finnur Ingólfsson ráðherra meðal annars: ,,Þá hafa rannsóknir sýnt að fyrirtæki þar sem konur eru við stjórn, eru oftar en ekki betur rekin en þau sem karlar stýra, auk þess sem sjaldgæfara er að þau fari í þrot en þau sem rekin eru af körlum.”

þrot en þau sem rekin eru af körlum.” Frá árinu 2005 hafa inntökuskilyrði FKA miðast við konur sem eru í stjórn, stjórnendur eða eiga sitt eigið fyrirtæki og heitir félagið í dag því Félag kvenna í atvinnulífinu en ekki í ,,atvinnurekstri“. Þetta var mikilvæg breyting á lögum félagsins því þá þegar var sýnt að konur hafa í áratugi menntað sig í miklum mæli tengt rekstri og stjórnun. Mikilvægt er að viðskiptalífið verði ekki af þeim mannauði sem í þessum konum býr. 

Á síðasta áratug hefur FKA staðið fyrir ýmsum verkefnum til að knýja fram breytingar. Fyrsta verkefnið hófst árið 2009 og fól í sér markmið um að fjölga konum í stjórnum. Kynjakvótalögin tóku síðan gildi árið 2013. Það ár fór FKA af stað með fjölmiðlaverkefni FKA en því er ætlað að auka á sýnileika kvenna í fjölmiðlum, mikill mannauður annars sem væri verið að fara á mis við. Stærsta verkefnið okkar síðustu misseri er Jafnvægisvog FKA en það er unnið í samstarfi við forsætisráðuneytið, Sjóvá, Deloitte, Pipar/TWBA og Morgunblaðið. Markmið Jafnvægisvogar FKA er að hlutföllin verði 40/60 í framkvæmdastjórnum. 

Höfundur er formaður FKA.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim