*

föstudagur, 19. apríl 2019
Huginn og muninn
28. mars 2018 09:13

Flokkur mömmu fólksins

Móðir Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, tapaði dómsmáli gegn íslenska ríkinu í gær. „Flokkur fólksins mun fara með málið alla leið.“

Haraldur Guðjónsson

Hröfnunum barst í gær fréttatilkynning frá Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, þar sem hún gerði grein fyrir að hópur fólks hefði mætt til að hlýða á dómsniðurstöðu í máli „eldri borgara gegn Íslenska ríkinu“.

Í tilkynningunni er vikið að því að dómarinn í málinu sé nýskipaður og að á örfáum sekúndum hafi hann kveðið upp dóm í málinu, þar sem ríkið var sýknað af öllum kröfum. „Vonbrigði viðstaddra leyndu sér ekki,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að niðurstaðan „stingur algjörlega í stúf við settan rétt og mun stefnandi engan veginn sætta sig við hana. Flokkur fólksins mun fara með málið alla leið. Þetta er hreint og klárt réttlætismál. Við borgararnir eigum að geta treyst því, að dómarar dæmi samkvæmt gildandi rétti.“

Við eftirgrennslan hrafnanna kom í ljós að stefnandi í málinu er móðir formanns Flokks fólksins.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð. 

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim