*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Huginn og muninn
17. júní 2018 14:16

Flokkurinn, það er ég

Sósíalistar í Reykjavík eru ansi duglegir að senda frá sér ómarkvissar og sundurlausar fréttatilkynningar.

Sverrir Vilhelmsson

Sósíalistaflokkurinn fer mikinn í torlesnum fréttatilkynningum til fjölmiðla í kjölfar kosninga og meirihlutamyndunar í höfuðborginni.

Fréttatilkynningarnar eru eins og flest annað sem frá sósíalistum kemur: tyrfnar, ómarkvissar og sundurlausar. Til viðbótar eru þær langt því frá að vera í hefðbundnum fréttatilkynningastíl, þar sem greint er frá einhverju fréttnæmu, heldur eru þær uppskrifuð einræða fulltrúa flokksins í borginni og því ekki auðvelt fyrir blaðamenn að sigta út hverju er verið að reyna að koma til skila.

Eins og til að bæta gráu ofan á svart þá er sama úr hvaða netfangi póstarnir eru sendir því allir skrifast þeir á æðstaprestinn Gunnar Smára Egilsson. Flokkurinn, það er ég.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.