*

sunnudagur, 19. maí 2019
Týr
1. mars 2019 15:31

FO

Týr er ómyrkur í máli eftir að hafa lesið greinagerð bankaráðs vegna Samherjamálsins.

Málarekstri og kærum Seðlabankans vegna meintra brota á höftunum hefur nánast að öllu leyti verið hafnað af dómstólum.
Haraldur Guðjónsson

Bankaráð Seðlabankans skilaði forsætisráðuneytinu í síðustu viku loks greinargerð vegna dóms Hæstaréttar í Samherjamálinu, sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra óskaði eftir í nóvember. Óhætt er að segja að í greinargerðinni felist þungur áfellisdómur yfir yfirstjórn bankans (les: Má Guðmundssyni seðlabankastjóra), ekki aðeins að því leyti hvernig staðið var að þessu tiltekna máli, heldur vinnubrögðum hennar í stóru sem smáu.   

Sérstaklega var vikið að því hvernig gjaldeyrishöftum var komið á og þeim framfylgt, sem virðist hafa brotið í bága við góða stjórnsýslu að flestu leyti: „Málarekstri og kærum Seðlabanka […] vegna meintra brota á höftunum hefur nánast að öllu leyti verið hafnað af dómstólum eða saksóknurum. Þá hefur þeim stjórnvaldssektum sem bankinn hefur lagt á í mörgum tilfellum verið hnekkt af dómstólum þegar á þær hefur verið látið reyna. […] Þá hefur stjórnsýsla bankans í tengslum við gjaldeyriseftirlit sætt harðri gagnrýni.“   

Þetta er harðorð gagnrýni, en þá er rétt að hafa í huga að hún er samdóma álit bankaráðsins alls og einkennist því af málamiðlun og meðalhófi. Í sérstakri bókun tveggja bankaráðsmanna er tekið mun dýpra í árinni. Þar er m.a. bent á að yfirstjórn bankans hafi reynt að segja bankaráðinu fyrir verkum, að hún hafi reynt að hafa áhrif á efnistök greinargerðarinnar, varað það við fullkominni hreinskilni í greinargerðinni til forsætisráðherra, þar sem hún kynni að brjóta í bága við þagnarskyldu þess! Og gott betur, því þar sem bankaráðið sé kjörið og starfi í umboði Alþingis, þá skuldi það framkvæmdarvaldinu engin svör og sé því hollast að þegja.   

Þetta eru meira en embættisglöp og drambsemi hjá Má – og öðrum æðstu stjórnendum, sem tóku þátt í þessum myrkraverkum eða létu óátalin – heldur gekk hann fram af geðþótta og það í valdþurrð, því hann reyndist ekki hafa lagaheimildir til þess ofríkis, ofbeldis og yfirgangs, sem hann og bankinn beittu gagnvart Samherja og fleirum. Bítur svo höfuðið af skömminni og beitir bankaráðið þrýstingi til þess að segja ekki forsætisráðherra allt af létta. Þetta er skammarleg valdníðsla og Már ætti að segja starfi sínu lausu. Kynni hann að skammast sín.

Týr er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim