*

miðvikudagur, 22. maí 2019
Huginn og muninn
3. júlí 2016 10:09

Fólkið sem kaus vitlaust

Brynjar Níelsson lætur þá heyra það sem gagnrýna niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi.

Haraldur Guðjónsson

Brynjar Níelsson þingmaður er ekki hræddur við að láta í sér heyra þegar svo ber við. Hann skrifaði m.a. um Brexit á dögunum:

„Til er fólk sem er tíðrætt um hvað það er lýðræðissinnað og krefst jafnvel þjóðaratkvæðis um smærri mál vegna lýðræðisástar. Hefur það hamast mjög á stjórnarflokkunum vegna þess að ekki hafi farið fram þjóðaratkvæði um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB þótt þeim hafi verið löngu hætt af fyrri stjórn og öllum ljóst að ekkert er um að semja efnislega. Birtingarmynd lýðræðisástar margra í þessum hópi var því all sérkennileg þegar niðurstaða lá fyrir í Brexit kosningunum. Meirihluti breskra kjósenda var ekki bara steikt gamalmenni, heldur að auki öfgafólk, rasistar og populistar. Var helst að skilja að fólk eldri en fertugt ætti ekki að eiga rétt til að kjósa, að minnsta kosti ekki þeir sem kusu vitlaust.“

Það er erfitt að vera lýðræðissinni þegar fólk kýs vitlaust.

Stikkorð: Brynjar Níelsson Brexit
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim